fimmtudagur, desember 01, 2005

Æfing í sporthúsinu

Mér líður eins og hreinum svikara! Ég nennti ekki að fara að lyfta í gym 80 í kvöld, þannig að Garðabæjartröllið fór meðal almúgans í sporthúsið, í körfu og smá hommalyftingar. Það er ekki séns að verða hrikalegur í sporthúsinu, það er bara svo einfallt, menn þóttust vera hrikalegur og þykkir sem gengu í ,,small" retro hlífðarbolum, ekki töff. Það er góð þumalputtaregla að ef þú ert stærstur og hrikalegastur í salnum og átt ekki yfir 1000 kg samanlagt, þá ertu ekki í réttum anda. Víglundur væri einn af þeim öflugustu í þessari stöð. Mæli ekki með henni nema fólk vilji ekki stækka.

Raggi fór uppá spítala nær dauða en lífi, eftir að Silla hafði smitað hann af svokallaðri kossaveiki. Án gríns! Vissi alltaf að stelpur væru hættulegar og sérstaklega þær sem koma úr firðinum. Gaflarar eru bara ekki gott fólk! Vonandi að Ragga batni og Silla sjái að sér og hætti að reyna að lóga manninum. Raggi ekki líftryggja þig!!!!!

1 Comments:

At 12:19 e.h., Blogger Raggi said...

Silla:
hey, ég smitaði hann ekki. ég er ekki veik. þetta er kallað "kossaveiki" því þetta smitast bæði með munnvatni og annarri snertingu. við skulum vona að það hafi verið "önnur snerting" sem smitaði piltinn. og jú jú það er alveg í lagi að hann líftryggi sig... ég fæ hvort eð er ekkert fyrr en eitthvað er komið á löglegan pappír :-p sem er ekki að fara að gerast á næstunni.

 

Skrifa ummæli

<< Home