sunnudagur, desember 04, 2005

Eru stelpur með annað tungumál?

Ég er alltaf að rekast á það meir og meir að Kata og ég tölum ekki sama tungumálið. Hjá mér þýðir ,,nei" alltaf "nei", en hjá Kötu getur ef "nei" er sagt í ákveðnum tón þýtt "já"? Alveg eins og setningarnar, "farðu bara" og "mér er alveg sama", þýða ekki það sama hjá okkur tveim. Einnig er auðvellt að falla í þá gryfju að skilja "þú þarft ekki að gefa mér neitt í afmælisgjöf" vitlaust og halda að það þýði að þú þurfir ekki að gefa henni neitt í afmælisgjöf.
Annars eru það ekki orðin sjálf sem skilgreina meininguna, heldur frekar tóninn og viðmótið. Blindur maður gæti aldrei rætt málin við konu. Þetta er nú samt ekki einsdæmi í dýraríkinu, þar sem önnur minna þróuð og þroskuð dýr eiga líka erfitt með að tjá sig beint. Ástæðan fyrir því að við karlmenn skiljum stelpur svona illa, er held ég sú staðreynd að þær skilja sjálfar sig heldur ekkert vel. Þær vita ekkert hvað þær meina og enn síður hvað þær vilja. Best er að segja bara "já elskan", "gott elskan","ný stelling elskan" og "muna að sturta niður elskan".

kveðja Erlingur Þór

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home