laugardagur, desember 17, 2005

Bekkpressudvergurinn í ham

Jamm og já, Bekkpressudvergurinn Egill er að keppa í dag! Það er hið margumtalaða og lofaða kjötmót. Þar mun hann eiga kappi við t.d. Halla í tveir.is (fazmo.is) svo einhverjir séu nefndir. Hvet fólk til að mæta upp úr hádegi og styðja manninn í eitthvað rosalegt.



Annars nenni ég ekki að blogga neitt núna, hlakka bara til að klára prófin, þannig að maður geti farið að vinna í prófkjörinu.

mánudagur, desember 12, 2005

SAW II


Haldið þið ekki að ég, Kata og Egill höfum ekki skellt okkur í bíó í kvöld. Ætluðum að taka Ragga með, en þar sem maðurinn er með allar veikir ,,known to men" þá bað ég hann fínt að sitja heima í þetta sinn. Við þrjú fórum þó og varð SAW 2 fyrir valinu. Hún var bara hel#$% góð! Okey viðurkenni að hún er ekki eins svakaleg og númer 1, en samt góð. Gef henni þrjár stjörnur af fimm.

Annars er lítið að frétta. Ég er að drepast úr leiðindum í lögfræði, hlakka til að fara í prófkjör, Kata böggar mig reglulega, ég bögga hana ALDREI og mér finnst gráðostur vondur.

Vill nota tækifærið og óska Unni Birnu til hamingju með Miss World, Ísland bezt í heimi!



,,Miss World 2005 is...... Miss Iceland"

sunnudagur, desember 04, 2005

Eru stelpur með annað tungumál?

Ég er alltaf að rekast á það meir og meir að Kata og ég tölum ekki sama tungumálið. Hjá mér þýðir ,,nei" alltaf "nei", en hjá Kötu getur ef "nei" er sagt í ákveðnum tón þýtt "já"? Alveg eins og setningarnar, "farðu bara" og "mér er alveg sama", þýða ekki það sama hjá okkur tveim. Einnig er auðvellt að falla í þá gryfju að skilja "þú þarft ekki að gefa mér neitt í afmælisgjöf" vitlaust og halda að það þýði að þú þurfir ekki að gefa henni neitt í afmælisgjöf.
Annars eru það ekki orðin sjálf sem skilgreina meininguna, heldur frekar tóninn og viðmótið. Blindur maður gæti aldrei rætt málin við konu. Þetta er nú samt ekki einsdæmi í dýraríkinu, þar sem önnur minna þróuð og þroskuð dýr eiga líka erfitt með að tjá sig beint. Ástæðan fyrir því að við karlmenn skiljum stelpur svona illa, er held ég sú staðreynd að þær skilja sjálfar sig heldur ekkert vel. Þær vita ekkert hvað þær meina og enn síður hvað þær vilja. Best er að segja bara "já elskan", "gott elskan","ný stelling elskan" og "muna að sturta niður elskan".

kveðja Erlingur Þór

fimmtudagur, desember 01, 2005

Æfing í sporthúsinu

Mér líður eins og hreinum svikara! Ég nennti ekki að fara að lyfta í gym 80 í kvöld, þannig að Garðabæjartröllið fór meðal almúgans í sporthúsið, í körfu og smá hommalyftingar. Það er ekki séns að verða hrikalegur í sporthúsinu, það er bara svo einfallt, menn þóttust vera hrikalegur og þykkir sem gengu í ,,small" retro hlífðarbolum, ekki töff. Það er góð þumalputtaregla að ef þú ert stærstur og hrikalegastur í salnum og átt ekki yfir 1000 kg samanlagt, þá ertu ekki í réttum anda. Víglundur væri einn af þeim öflugustu í þessari stöð. Mæli ekki með henni nema fólk vilji ekki stækka.

Raggi fór uppá spítala nær dauða en lífi, eftir að Silla hafði smitað hann af svokallaðri kossaveiki. Án gríns! Vissi alltaf að stelpur væru hættulegar og sérstaklega þær sem koma úr firðinum. Gaflarar eru bara ekki gott fólk! Vonandi að Ragga batni og Silla sjái að sér og hætti að reyna að lóga manninum. Raggi ekki líftryggja þig!!!!!