sunnudagur, nóvember 27, 2005

Prófkjör

Jamm, kallinn er á leið í prófkjör. Stefnan er sett á 4. sætið og það þýðir fyrir ykkur sem ekki þekkið pólitík vel, bæjarstjórnarsæti. Ég sit sáttur maður ef ég lendi ekki mikið neðar en 6., þá er ég varabæjarfulltrúi og það yrði vel ásættanlegt. Hvet alla gallharða Garðbæinga að styðja mig. Hvað er betra en að hafa Garðabæjartröll í bæjarstjórn?

Dagurinn í gær var nokkuð þétt setinn. Hitti kanslarann (Hauk Þór) og við ræddum prófkjörsmál. Maðurinn er hreint út sagt snillingur, og hans hjálp á eftir að skila mér góðum hlutum, engin spurning.

Fór síðan í myndatökur hjá Agli. Birtan var ekki góð þannig að við tókum ekki margar, tókum samt nóg til að byrja með. Stærri fréttir þó, Egill keypti sér skó! já maðurinn sem aldrei verslar föt hvað þá skó, splæsti í glænýja 13.000 kr. Pumaskó. Til hamingju Egill. Næst á dagskrá, henda buxunum sem þú varst í áðan og fá þér 4-5 nýjar buxur, ég hér með set þig í DVD kaupbann, þar til þú hefur verslað föt fyrir 25.000 kr eða meira.

Eftir þetta ævintýri sem ég mun héðan í frá kalla ,,Egill og skórnir" þá kíkti ég á Afa kallinn og tefldi við hann nokkrar skákir. Amma er á spítala og hann er einn heima þannig að ég held ég hafi létt honum eitthvað lundina með taflinu. Hann er samt djöfull seigur í skákinni, ég þarf að hafa mig allann við til að tapa ekki of mörgum.

,,Það hefur ekkert gott komið af því að fara til vinnstri"

2 Comments:

At 8:27 f.h., Blogger Egill Bjarki said...

Ætlki mér sé þá ekki hollast að fara eftir þessum tilmælum. Þú verður brátt maður með völd þannig mér er hollast að fara eftir þínum orðum, þú gætir komið mér fyrir kattarnef...

 
At 6:12 e.h., Blogger Erlingur said...

Já mín orð eru lög.

 

Skrifa ummæli

<< Home