Nú byrja blessuð prófin
Nú er maður byrjaður á fullu í próflestri. Ekkert gaman! Þarf að setja allt á bið fram að 21. des, þar með talið mitt marg umtalaða og frábæra framboð. Ég er á meðan þessi orð eru rituð á the bookbarn a.k.a. hlaðan, a.k.a. bókhlaðan. Er með honum Vilhjálmi Þór Vilhjálmssyni, þessum sem vann ekki kosningar á árinu. Ég er að safna mér vinum sem heita það sama og þjóðþekktir einstaklingar, er að leita að vinkonu sem heitir Dorrit Moussaeff og vin sem heitir Eiður Smári Guðjónsson. Þannig ef þið þekkið einhvern með þessi nöfn þá endilega láta það bjalla í mig.
(góð leið til að þvo sér um hárið þegar maður er að flýta sér á morgnanna)
1 Comments:
ef þú ert búinn að lesa bloggið mitt nýlega, þá sérðu að próflesturinn hjá mér byrjaði ekki mjög vel...
Skrifa ummæli
<< Home