fimmtudagur, nóvember 10, 2005

Lagadeild ríkisins

Ég er ótrúlega fúll, eins og blogglesendur mínir vita þá er ég á leið til New York í næstu viku og orðinn mega spenntur. Ég var að fá þær ótrúlega leiðinlegu fréttir að það er skyldu-skyndipróf sennilega föstudaginn 18. Ég hringdi í prófessorinn og bað um að fá að skila verkefni eða einhverju öðru í staðinn, ,,nei ekki séns, þér er nær að fara út til útlanda". Andsk. þetta er dæmigert fyrir ríkisapparat, engin þjónusta og þú átt bara að gera eins og þér er sagt. Þetta próf gildir ekki neitt af einkunn, eina sem þetta gefur er próftökurétt. Ég er ógeðslega reiður! Hvaða kjaftæði er þetta að hleypa sjálfu Garðabæjartröllinu ekki til Kanaveldis? Bíð bara og vona að þetta rætist ekki og þetta verði á öðrum tíma en þegar ég er úti.

Góðu fréttirnar eru þær að ég er að halda skákmót á sunnudaginn næsta á vegum Hugins í Garðabæ. Mótið byrjar klukkan 14:00 og eru allir velkomnir sem greiða hið hóflega gjald 500 kall. Hvet alla til að taka þátt, skákin er grunnurinn að allri hamingju.




Annars er voða lítið að frétta nema kannski það að kallinn og kellingin (repli-kate) leigðu sér spólu í gær og enn eina ferðina hitti kallinn á góða mynd. Leigði Hostage með Brúsa Villis og hún var bara skrambi fín, gef henni þrjá dverga af fimm, bara hin besta skemmtun.


,,Að horfa á Americas top model er eins og að skeina sér á sandpappír"

3 Comments:

At 9:45 f.h., Blogger Egill Bjarki said...

Smiðir skeina sér á sand pappír. Americas next top model áhorfendur skeina sér á nýju pari af Nike sokkum...

 
At 10:48 f.h., Blogger kata said...

my ass þú valdi ekki spóluna það var ég, þú vildir leigja hrollvekjuna :)
Þú er með mun verri smekk en ég, því miður.

 
At 4:18 e.h., Blogger Erlingur said...

Ertu að gleyma spólunni sem þú leigðir Kata í gær? Monster in law. ógeðslega ömurleg, ekki satt?

 

Skrifa ummæli

<< Home