föstudagur, nóvember 11, 2005

Herrakvöld Stjörnunar

Já, kallinn fór meðal ráðherra, alþingismanna, bæjarstjóra og fleirri góðra manna á herrakvöld Stjörnunar. Þar upplifði ég einhverja mestu klikkun sem ég hef séð. Þar kostaði miðinn 5000 kr. sem er ok, áfengið selt sér. Eftir það var síðan uppboð á málverkum þar sem þau fóru 22 talsins á verðum frá 50-550 þúsund bara sí svona. Eftir þá geðveiki þá var happadrætti þar sem minnst mátti kaupa 5 miða á 1000 kr, þar slepptu menn sér. Nokkrir tóku tugir þúsunda og spanderuðu eins og túköllum, en einn fór þó lengra og keypti alla miðanna af einni stelpunni, kæmi mér ekki á óvart að hann hafi eytt þetta kvöld 500 þúsund minnst! Ykkar maður stundum nefndur Garðabæjartröllið eyddi 2500 kr, takk fyrir og var það nógu blóðugt. Ég meira að segja slapp við að borga miðann inn því tengdó splæsti á drenginn. Allavega ótrúlegt hvað peningar eru misjafnlega verðmætir hjá mönnum.Við Raggi félagarnir skelltum okkur á kaffi París og fengum okkur að borða saman í dag. Ég komst að því að hann er vel upp alinn og á sér húsbónda. Allann tímann á meðan ég var með honum var hann að hafa áhyggjur af því að Silla þyrfti kannski að nota bílinn. Síðan þegar hann fór af stað að láta hana hafa bílinn HANS þá hringir Silla og tryllist við greyið í símann yfir því að hann sé búinn að vera of lengi með bílinn, hann endar símtalið með tárin í augunum og stressast svo mikið að hann brunar af stað án þess að kveðja. Silla mín þetta er vel upp alinn kærasti hjá þér, til hamingju!

3 Comments:

At 11:03 f.h., Blogger Raggi said...

Ég legg til að þú breytir commentakerfinu, færð þér haloscan eða eitthvað, það er allaveg ekki hægt að fá bara comment frá þeim sem eru með blogg frá blogspot.com, hvað með þá eins og andra, kötu, vigga og sillu? Munu þau þá ekki geta commentað hjá þér?

 
At 6:50 e.h., Blogger Erlingur said...

Kannski er það bara það sem ég vill? Nenni kannski ekki að fá einhverja bjána sem posta einhverju kjaftæði án nafns!

 
At 7:00 e.h., Blogger Raggi said...

já ég skil það alveg, málið var bara, hvort viltu fá comment frá öllum vinunum og eiga möguleika á því að fá comment sem eru án nafns, eða viltu ekki fá comment frá flestum sem ekki eru með blogg frá blogspot og koma þannig í veg fyrir asnaleg comment sem eru án nafns. Þú getur reyndar séð hver er að commenta frá Haloscan, ef þú bara skoðar það og kant á það...

 

Skrifa ummæli

<< Home