þriðjudagur, nóvember 08, 2005

Ég er að fara til New York

Já kallinn er á leið til höfuðborgar heimsins, New York. Fer þann 17. þessa mánaðar og kem aftur 21. Get ekki beðið. Ég mun fara á alla comedy klúbbana og síðan er aldrei að vita nema maður skelli sér á smá Jazz. Við erum að fara fjögur saman, ég, Kata, Erla og Beggi. Kata og Erla eru búnar að plana innrás í búðir borgarinnar og er ekki ólíklegt að Victoria Secret líti svona út eftir innrás þeirra.


Ég mun aftur á móti hafa mig hægar í verslunum, en hef þó í hyggju að versla mér jakkaföt. Það er glatað að eiga bara ein jakkaföt (þurfti að henda hinum), það er eitthvað gettó breiðholts, vinnsti grænir, ömurlegt dæmi, hæfir ekki Garðbæing.

Verð að hrósa Ragga fyrir vel heppnað innflutningspartý. Ég þurfti því miður að yfirgefa svæðið um miðnætti, þar sem ég fór á dávaldinn Shalish. Það var allt í lagi svo sem, en ekki eins hræðilega fyndið og ég bjóst við. Gruna tvo-þrjá um að hafa verið að feika þetta.

Var að komast að einu með Vigga, maðurinn er algjörlega tillitslaus. Tek aðeins tvö dæmi til útskýringar: a) hann tók ókunnugan svíþjóðardreng með sér óboðinn á kvöldið sem haldið var til heiðurs Jón Bónda, þrátt fyrir að ég og Egill höfðum gefið það sterklega til kynna að ,,honum væri alls ekki boðið" b) þá mætti hann ógeðslega seint í partýið hans Ragga og þegar hann mætti kom hann með 5 óboðna gesti í partýið. Ekki gott Karma þar á bæ.

Fyrst ég er á annað borð að blaðra um Vigga, þá erum við Kata að rífast um hann þessa daganna. Ég vill að hann sjái um steggjarpartýið þegar ég giftist (ekkert að ské á næstunni) en Kata vill helst að hann gleymi því að mæta, hehe. Mér er alveg sama um skreytingar, kirkjuna o.s.frv., eina sem ég vill er tryllt steggjapartý og að presturinn verði Stefán Einar, bæði sem hún segir nei við. Stelpur eru frekjur og ósanngjarnar, punktur.

,,það að eiga hunda þýðir ekki að þú megir gelta í rúminu"

3 Comments:

At 10:49 f.h., Blogger Egill Bjarki said...

Ég missti alveg af þessum boðflennum hans Vigga um helgina. Ég var önnum kafinn að hlúa að andlega geðfötluðum, tók hann Kebab með og einhverja vini hans?

 
At 3:55 e.h., Blogger Raggi said...

nei, þetta var fólk sem er að vinna með honum á Pizza Hut...

 
At 7:09 e.h., Blogger Erlingur said...

Hann er ótrúlegur hann Viggi.

 

Skrifa ummæli

<< Home