þriðjudagur, nóvember 15, 2005

Dagurinn sem ég gerði ekkert

Þessi dagur var hreint út sagt til skammar! Í fyrsta lagi svaf ég til 14:15, og eftir það gerði ég nákvæmlega ekki neitt af viti! Ég sendi nokkur E:mail, fékk mér að borða, skilaði spólu, en sannleikurinn er sá að ég gerði ekkert. Mér til varnar er ég búinn að vera í stresskasti útaf þessu fer ég til New York eða ekki dæmi. Ég get ekki beðið til morguns að sjá það hvort ég komist eða ekki :( Hann Viðar M. kennari var örlítið meira líbó í dag en hingað til. Ég er að líta á stórkostlegt fjárhagstjón, ef þetta fer illa. Ef ég fer ekki til New York er það tjón í formi tapaðs flugmiða, ef ég fer án þess að fá próftökurétt er ég ekki með nægar einingar til að fá greitt námslán. Sem sagt í stuttu máli ,,I'm fucked". Hann verður að samþykkja að ég fái séns.


(Þetta er maðurinn sem hefur líf mitt í höndum sér)

Annars þar sem ég gerði ekki neitt í dag hef ég ekki neitt að segja.

,,skák og mát"

3 Comments:

At 11:15 f.h., Blogger Egill Bjarki said...

*Álfurinn leggst á bæn fyrir hönd Garðabæjartröllsins"

 
At 11:38 f.h., Blogger Raggi said...

Jæja, er komið í ljós hvort að prófið sé á föstudaginn eða ekki?

Ertu búinn að úthugsa hvað þú gerir um næstu helgi?

 
At 4:12 e.h., Blogger Erlingur said...

Ég fer til New York, tek prófið úti.

Ætli maður verði ekki að læra og gráta eyðsluna úti, nú?

 

Skrifa ummæli

<< Home