Allt í drasli
Ég og Kata tókum okkur til og tókum kjallarann í gegn. Við vorum í tæpa fjóra tíma að því, en árangurinn er stórfenglegur. Allt ótrúlega hreint. Ég er ekki frá því að við höfum staðið okkur betur en Heiðar og Margrét.
Næst er það Bíllinn!
Er að spá í að skrópa á stjórnarfund SUS. Það er takmarkað hvað mitt litla hjarta þolir af blatt-urum. Ekki það að dýrin séu ekki öll vinir í skóginum;) Annars er verið að kynna störf þingsins á eftir í Valhöll klukkan átta og maður mætir örugglega á það.
Ég leigði algjöra snilldar mynd í gær, þvílíkt frábær! A clockwork orange, mæli eindregið með henni, gargandi snilld. Ein mesta ofbeldismynd sem ég hef séð, algjör steypa, skrítið tal, en samt fellur þetta allt saman og myndar einhverja bestu mynd allra tíma. Allir út á leigu að kíkja á þetta meistaraverk.
,,Skoðarnir Samfylkingarinnar eru ekki slæmar, bara rangar"
2 Comments:
Hvurslags er þetta, ætlaru að skrópa á SUS fólkið þitt? Ætlaru svo ekkert að hundskast til að ná í myndirnar pungurinn þinn :) Þær eru ready og komnar á disk fyrir þig!
Annars stend ég ekki í svona þrifum, það kemur manneskja og gerir svona lagað fyrir mig. Og nei, það er neflega ekki hún mamma!
Egill þú átt eftir að vakna einn daginn með fullt af skítugum fötum og íbúð og engin til að hjálpa þér og viti menn..... þú kannt það ekki sjálfur:)
Skrifa ummæli
<< Home