þriðjudagur, nóvember 29, 2005

Nú byrja blessuð prófin

Nú er maður byrjaður á fullu í próflestri. Ekkert gaman! Þarf að setja allt á bið fram að 21. des, þar með talið mitt marg umtalaða og frábæra framboð. Ég er á meðan þessi orð eru rituð á the bookbarn a.k.a. hlaðan, a.k.a. bókhlaðan. Er með honum Vilhjálmi Þór Vilhjálmssyni, þessum sem vann ekki kosningar á árinu. Ég er að safna mér vinum sem heita það sama og þjóðþekktir einstaklingar, er að leita að vinkonu sem heitir Dorrit Moussaeff og vin sem heitir Eiður Smári Guðjónsson. Þannig ef þið þekkið einhvern með þessi nöfn þá endilega láta það bjalla í mig.


(góð leið til að þvo sér um hárið þegar maður er að flýta sér á morgnanna)

sunnudagur, nóvember 27, 2005

Prófkjör

Jamm, kallinn er á leið í prófkjör. Stefnan er sett á 4. sætið og það þýðir fyrir ykkur sem ekki þekkið pólitík vel, bæjarstjórnarsæti. Ég sit sáttur maður ef ég lendi ekki mikið neðar en 6., þá er ég varabæjarfulltrúi og það yrði vel ásættanlegt. Hvet alla gallharða Garðbæinga að styðja mig. Hvað er betra en að hafa Garðabæjartröll í bæjarstjórn?

Dagurinn í gær var nokkuð þétt setinn. Hitti kanslarann (Hauk Þór) og við ræddum prófkjörsmál. Maðurinn er hreint út sagt snillingur, og hans hjálp á eftir að skila mér góðum hlutum, engin spurning.

Fór síðan í myndatökur hjá Agli. Birtan var ekki góð þannig að við tókum ekki margar, tókum samt nóg til að byrja með. Stærri fréttir þó, Egill keypti sér skó! já maðurinn sem aldrei verslar föt hvað þá skó, splæsti í glænýja 13.000 kr. Pumaskó. Til hamingju Egill. Næst á dagskrá, henda buxunum sem þú varst í áðan og fá þér 4-5 nýjar buxur, ég hér með set þig í DVD kaupbann, þar til þú hefur verslað föt fyrir 25.000 kr eða meira.

Eftir þetta ævintýri sem ég mun héðan í frá kalla ,,Egill og skórnir" þá kíkti ég á Afa kallinn og tefldi við hann nokkrar skákir. Amma er á spítala og hann er einn heima þannig að ég held ég hafi létt honum eitthvað lundina með taflinu. Hann er samt djöfull seigur í skákinni, ég þarf að hafa mig allann við til að tapa ekki of mörgum.

,,Það hefur ekkert gott komið af því að fara til vinnstri"

fimmtudagur, nóvember 24, 2005

Kominn heim

Já ég er kominn heim frá frábærri ferð til New York. Ef ég ætti að blogga um allt sem ég sá og gerði í þeirri ferð yrði þetta mjög langur pistill. Ég ætla að láta nægja að stikla á stóru og fara yfir megin atriðin.

Eftir að hafa lennt á JFK á fimmtudeginum fórum við beint upp á hótel og gengum frá draslinu okkar og fórum síðan út að borða. Eftir það fóru þau þrjú (Beggi, Erla og Kata) að sofa á meðan greyið ég þurfti að vaka næstum alla nóttina og læra undir próf sem ég átti að taka í gegnum netið um nóttina.

Daginn eftir, föstudag, vaknaði ég snemma og fór á internetstað til þess að taka prófið. Eftir einn og hálfan tíma af panic þá kláraði ég prófið og varð loksins frjáls til að gera það sem mig langaði. Ég vill þakka þeim hjá Fed Ex Kinko's fyrir að hafa opið allann sólarhringinn og geta gert mér kleift að taka prófið.


Afgangurinn af föstudeginum fór í að versla, versla og versla meira, stelpurnar misstu sig. Mér leið eins og krakka sem væri verið að dröslast út og suður af foreldrum sínum. Fórum síðan um kvöldið og fengum okkur að borða á Planet Hollywood og fórum síðan þrjú saman (ekki Kata) á stand up show á Carolines.



Það var ótrúlega skemmtilegt! Eftir að tvær sæmilega fyndnar kerlingar höfðu hitað salinn upp kom aðalnúmerið Paul Mooney. Maðurinn er snillingur, sjúklega fyndinn og skemmtilegur en þvílíkur Rasisti, vá! Allt showið var um hvað hvítt fólk væri mikið fífl og hvað við höfðum verið vond við svarta hérna í gamla daga. Eins og ég sagði þá var það samt sjúklega fyndið.


(Þetta er maðurinn)

Laugardagurinn fór að lang mestu leyti fram í Bronx Zoo dýragarðinum. Svolítil tímaeyðsla þar sem við höfðum lítinn tíma og hann var lengst í burtu í einhverju skuggahverfi í the Bronx. Sáum að vísu fullt af skemmtilegum dýrum, tígrisdýrum, grizzlybirnum o.s.frv. Flottastir voru þó Górillurnar sem voru endalaust flottar og mega gáfaðar. Það var meira að segja ein sem bað að heilsa Vigga (hehehe, smá grín Viggi minn). Annars myndi ég ekki mæla með þessu nema þið séuð að fara í lengri tíma til New York.



Á sunnudeginum sem var að mínu mati sá besti, fórum við fyrst upp á 86. hæð í empire state building, sem var andskoti hátt uppi, hefði samt viljað fara á útsýnispallinn sem er lokaður, en hann er á 106. hæð. Vel þess virði að fara upp, hræðilega hátt uppi og lyfturnar eru þær fljótustu sem ég held til eru. Fórum upp tíu hæðir í einu bling, bling og við vorum komin upp.


(Þar sem turninn ofan á byrjar fórum við)

Eftir það skelltum við okkur í Madison Square Garden og sáum the New York Knicks spila gegn Portland Trailblazers. Þvílík upplifun, og skemmtun. Í fyrsta lagi lenntum við á stórskemmtilegum leik sem var jafn og skemmtilegur allann tímann, og síðan var showið á milli í leik hléum og hálfleik svo geðveikt að ég hefði viljað fara á tuttugu leiki. Algjör snilld. Svo til að toppa þetta þá voru einhverjir homeboy's sem vildu slást við mig afþví að ég rakst í derið á húfunni á einhverjum þeirra. Ég verandi rólyndis maður sagði bara sorry og gekk í burtu. Hefði þetta verið á íslandi hefði þetta endað öðruvísi.


(í þessarri byggingu var kallinn að horfa á the Knicks)

Eins og ég sagði í byrjun nenni ég ekki að tiltaka allt það sem gerðist og við sáum í þessarri ferð, heldur minnist ég frekar á það seinna, mér leiðist langir postar og vill því eiga eitthvað inni. Í stuttu máli snilldar ferð, sem ég mæli með að allir fari bráðlega.

P.s. ekki leggja það sérstaklega á ykkur að sjá Ground Zero, það er ekkert að sjá, bara vinnumenn og autt svæði.

,,I'm in a New York state of mind" Billy Joel

miðvikudagur, nóvember 16, 2005

New York

Ég fer á morgun til höfuðborgar heimsins, New York. Nú er minn bara að pakka draslinu sínu og koma sér af stað! Ég er búinn að fá mér góðan auka yfirdrátt sem ég mun eyða yfir helgina. Eins og gefur að skilja þá mun Garðabæjartröllið ekki blogga fyrr en um heimkomu.

Þannig ef eitthvert ykkar þurfið að ná í mig, þá verð ég á þessu svæði!

The image “http://observe.arc.nasa.gov/nasa/gallery/world/new_world/graphics/new-york.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

Allavega þarf að taka próf úti í gegnum fax, þannig ég ætla að drífa mig í því að taka dótið mitt saman svo ég geti haldið áfram að læra.

,,Afhverju eru ekki flugslysamyndir sýndar í vélunum?"

þriðjudagur, nóvember 15, 2005

Dagurinn sem ég gerði ekkert

Þessi dagur var hreint út sagt til skammar! Í fyrsta lagi svaf ég til 14:15, og eftir það gerði ég nákvæmlega ekki neitt af viti! Ég sendi nokkur E:mail, fékk mér að borða, skilaði spólu, en sannleikurinn er sá að ég gerði ekkert. Mér til varnar er ég búinn að vera í stresskasti útaf þessu fer ég til New York eða ekki dæmi. Ég get ekki beðið til morguns að sjá það hvort ég komist eða ekki :( Hann Viðar M. kennari var örlítið meira líbó í dag en hingað til. Ég er að líta á stórkostlegt fjárhagstjón, ef þetta fer illa. Ef ég fer ekki til New York er það tjón í formi tapaðs flugmiða, ef ég fer án þess að fá próftökurétt er ég ekki með nægar einingar til að fá greitt námslán. Sem sagt í stuttu máli ,,I'm fucked". Hann verður að samþykkja að ég fái séns.


(Þetta er maðurinn sem hefur líf mitt í höndum sér)

Annars þar sem ég gerði ekki neitt í dag hef ég ekki neitt að segja.

,,skák og mát"

sunnudagur, nóvember 13, 2005

Davíð Kjartansson vann annað árið í röð

Skákmótið kláraðist áðan og lukkaðist bara prýðilega þó ég segi sjálfur frá. Mætingin var eðlileg þó ég hefði viljað sjá örlítið fleirri. Margir hreint út sagt sviku mig og ber þá hæst að nefna Vilhjálm Þ. (stuðningsmaður Bolla), Viggi og Ólafur K. En fyrir okkur 14 sem telfdum og hina sem mættu var þetta hin besta skemmtun! Úrslitin komu ekki mikið á óvart þar sem Davíð eins og við mátti búast tók þetta annað árið í röð. Ég var samt sáttur við mig 6 1/2 af 13 skákum, 50% árangur er bara ásættanlegt. Ég held að þetta blessaða skákmót sem komið til að vera.

Ég er á leið með Ragga að gera eitthvað, á sterklega von á snooker. Ég er enn að bíða eftir fréttum að blessaða prófinu sem skilur á milli New York eða ekki. Annars hef ég ekkert meira að segja, en læt þessa mynd af barni Vigga og bjössa bollu fylgja með í l0kin.



,,fallegar konur fá ekki kynsjúkdóma"

föstudagur, nóvember 11, 2005

Herrakvöld Stjörnunar

Já, kallinn fór meðal ráðherra, alþingismanna, bæjarstjóra og fleirri góðra manna á herrakvöld Stjörnunar. Þar upplifði ég einhverja mestu klikkun sem ég hef séð. Þar kostaði miðinn 5000 kr. sem er ok, áfengið selt sér. Eftir það var síðan uppboð á málverkum þar sem þau fóru 22 talsins á verðum frá 50-550 þúsund bara sí svona. Eftir þá geðveiki þá var happadrætti þar sem minnst mátti kaupa 5 miða á 1000 kr, þar slepptu menn sér. Nokkrir tóku tugir þúsunda og spanderuðu eins og túköllum, en einn fór þó lengra og keypti alla miðanna af einni stelpunni, kæmi mér ekki á óvart að hann hafi eytt þetta kvöld 500 þúsund minnst! Ykkar maður stundum nefndur Garðabæjartröllið eyddi 2500 kr, takk fyrir og var það nógu blóðugt. Ég meira að segja slapp við að borga miðann inn því tengdó splæsti á drenginn. Allavega ótrúlegt hvað peningar eru misjafnlega verðmætir hjá mönnum.



Við Raggi félagarnir skelltum okkur á kaffi París og fengum okkur að borða saman í dag. Ég komst að því að hann er vel upp alinn og á sér húsbónda. Allann tímann á meðan ég var með honum var hann að hafa áhyggjur af því að Silla þyrfti kannski að nota bílinn. Síðan þegar hann fór af stað að láta hana hafa bílinn HANS þá hringir Silla og tryllist við greyið í símann yfir því að hann sé búinn að vera of lengi með bílinn, hann endar símtalið með tárin í augunum og stressast svo mikið að hann brunar af stað án þess að kveðja. Silla mín þetta er vel upp alinn kærasti hjá þér, til hamingju!

fimmtudagur, nóvember 10, 2005

Lagadeild ríkisins

Ég er ótrúlega fúll, eins og blogglesendur mínir vita þá er ég á leið til New York í næstu viku og orðinn mega spenntur. Ég var að fá þær ótrúlega leiðinlegu fréttir að það er skyldu-skyndipróf sennilega föstudaginn 18. Ég hringdi í prófessorinn og bað um að fá að skila verkefni eða einhverju öðru í staðinn, ,,nei ekki séns, þér er nær að fara út til útlanda". Andsk. þetta er dæmigert fyrir ríkisapparat, engin þjónusta og þú átt bara að gera eins og þér er sagt. Þetta próf gildir ekki neitt af einkunn, eina sem þetta gefur er próftökurétt. Ég er ógeðslega reiður! Hvaða kjaftæði er þetta að hleypa sjálfu Garðabæjartröllinu ekki til Kanaveldis? Bíð bara og vona að þetta rætist ekki og þetta verði á öðrum tíma en þegar ég er úti.

Góðu fréttirnar eru þær að ég er að halda skákmót á sunnudaginn næsta á vegum Hugins í Garðabæ. Mótið byrjar klukkan 14:00 og eru allir velkomnir sem greiða hið hóflega gjald 500 kall. Hvet alla til að taka þátt, skákin er grunnurinn að allri hamingju.




Annars er voða lítið að frétta nema kannski það að kallinn og kellingin (repli-kate) leigðu sér spólu í gær og enn eina ferðina hitti kallinn á góða mynd. Leigði Hostage með Brúsa Villis og hún var bara skrambi fín, gef henni þrjá dverga af fimm, bara hin besta skemmtun.


,,Að horfa á Americas top model er eins og að skeina sér á sandpappír"

miðvikudagur, nóvember 09, 2005

Allt í drasli

Ég og Kata tókum okkur til og tókum kjallarann í gegn. Við vorum í tæpa fjóra tíma að því, en árangurinn er stórfenglegur. Allt ótrúlega hreint. Ég er ekki frá því að við höfum staðið okkur betur en Heiðar og Margrét.


Næst er það Bíllinn!

Er að spá í að skrópa á stjórnarfund SUS. Það er takmarkað hvað mitt litla hjarta þolir af blatt-urum. Ekki það að dýrin séu ekki öll vinir í skóginum;) Annars er verið að kynna störf þingsins á eftir í Valhöll klukkan átta og maður mætir örugglega á það.

Ég leigði algjöra snilldar mynd í gær, þvílíkt frábær! A clockwork orange, mæli eindregið með henni, gargandi snilld. Ein mesta ofbeldismynd sem ég hef séð, algjör steypa, skrítið tal, en samt fellur þetta allt saman og myndar einhverja bestu mynd allra tíma. Allir út á leigu að kíkja á þetta meistaraverk.

,,Skoðarnir Samfylkingarinnar eru ekki slæmar, bara rangar"

þriðjudagur, nóvember 08, 2005

Ég er að fara til New York

Já kallinn er á leið til höfuðborgar heimsins, New York. Fer þann 17. þessa mánaðar og kem aftur 21. Get ekki beðið. Ég mun fara á alla comedy klúbbana og síðan er aldrei að vita nema maður skelli sér á smá Jazz. Við erum að fara fjögur saman, ég, Kata, Erla og Beggi. Kata og Erla eru búnar að plana innrás í búðir borgarinnar og er ekki ólíklegt að Victoria Secret líti svona út eftir innrás þeirra.


Ég mun aftur á móti hafa mig hægar í verslunum, en hef þó í hyggju að versla mér jakkaföt. Það er glatað að eiga bara ein jakkaföt (þurfti að henda hinum), það er eitthvað gettó breiðholts, vinnsti grænir, ömurlegt dæmi, hæfir ekki Garðbæing.

Verð að hrósa Ragga fyrir vel heppnað innflutningspartý. Ég þurfti því miður að yfirgefa svæðið um miðnætti, þar sem ég fór á dávaldinn Shalish. Það var allt í lagi svo sem, en ekki eins hræðilega fyndið og ég bjóst við. Gruna tvo-þrjá um að hafa verið að feika þetta.

Var að komast að einu með Vigga, maðurinn er algjörlega tillitslaus. Tek aðeins tvö dæmi til útskýringar: a) hann tók ókunnugan svíþjóðardreng með sér óboðinn á kvöldið sem haldið var til heiðurs Jón Bónda, þrátt fyrir að ég og Egill höfðum gefið það sterklega til kynna að ,,honum væri alls ekki boðið" b) þá mætti hann ógeðslega seint í partýið hans Ragga og þegar hann mætti kom hann með 5 óboðna gesti í partýið. Ekki gott Karma þar á bæ.

Fyrst ég er á annað borð að blaðra um Vigga, þá erum við Kata að rífast um hann þessa daganna. Ég vill að hann sjái um steggjarpartýið þegar ég giftist (ekkert að ské á næstunni) en Kata vill helst að hann gleymi því að mæta, hehe. Mér er alveg sama um skreytingar, kirkjuna o.s.frv., eina sem ég vill er tryllt steggjapartý og að presturinn verði Stefán Einar, bæði sem hún segir nei við. Stelpur eru frekjur og ósanngjarnar, punktur.

,,það að eiga hunda þýðir ekki að þú megir gelta í rúminu"

haegrifrelsi.blogspot.com

Maður er ekki maður með mönnum í þjóðfélaginu í dag nema vera bloggari. Ég hef gert nokkrar misjafnlega góðar tilraunir til þess að halda úti góðum bloggsíðum. Það tókst ágætlega með skuggmaster.blogspot.com, en eins og allt annað í heiminum varð það útdautt og ný síða varð að taka við og sú síða er þessi, haegrifrelsi.blogspot.com. Ég er sannfærður um að þetta sé upphafið á stórveldi og þessi síða muni gera allt vitlaust í bloggheiminum. Ykkur lesendum góðum býð ég velkomin og segi bara, góða skemmtun!

,,Lífið er lotterý og ég vann"