laugardagur, desember 17, 2005

Bekkpressudvergurinn í ham

Jamm og já, Bekkpressudvergurinn Egill er að keppa í dag! Það er hið margumtalaða og lofaða kjötmót. Þar mun hann eiga kappi við t.d. Halla í tveir.is (fazmo.is) svo einhverjir séu nefndir. Hvet fólk til að mæta upp úr hádegi og styðja manninn í eitthvað rosalegt.



Annars nenni ég ekki að blogga neitt núna, hlakka bara til að klára prófin, þannig að maður geti farið að vinna í prófkjörinu.

mánudagur, desember 12, 2005

SAW II


Haldið þið ekki að ég, Kata og Egill höfum ekki skellt okkur í bíó í kvöld. Ætluðum að taka Ragga með, en þar sem maðurinn er með allar veikir ,,known to men" þá bað ég hann fínt að sitja heima í þetta sinn. Við þrjú fórum þó og varð SAW 2 fyrir valinu. Hún var bara hel#$% góð! Okey viðurkenni að hún er ekki eins svakaleg og númer 1, en samt góð. Gef henni þrjár stjörnur af fimm.

Annars er lítið að frétta. Ég er að drepast úr leiðindum í lögfræði, hlakka til að fara í prófkjör, Kata böggar mig reglulega, ég bögga hana ALDREI og mér finnst gráðostur vondur.

Vill nota tækifærið og óska Unni Birnu til hamingju með Miss World, Ísland bezt í heimi!



,,Miss World 2005 is...... Miss Iceland"

sunnudagur, desember 04, 2005

Eru stelpur með annað tungumál?

Ég er alltaf að rekast á það meir og meir að Kata og ég tölum ekki sama tungumálið. Hjá mér þýðir ,,nei" alltaf "nei", en hjá Kötu getur ef "nei" er sagt í ákveðnum tón þýtt "já"? Alveg eins og setningarnar, "farðu bara" og "mér er alveg sama", þýða ekki það sama hjá okkur tveim. Einnig er auðvellt að falla í þá gryfju að skilja "þú þarft ekki að gefa mér neitt í afmælisgjöf" vitlaust og halda að það þýði að þú þurfir ekki að gefa henni neitt í afmælisgjöf.
Annars eru það ekki orðin sjálf sem skilgreina meininguna, heldur frekar tóninn og viðmótið. Blindur maður gæti aldrei rætt málin við konu. Þetta er nú samt ekki einsdæmi í dýraríkinu, þar sem önnur minna þróuð og þroskuð dýr eiga líka erfitt með að tjá sig beint. Ástæðan fyrir því að við karlmenn skiljum stelpur svona illa, er held ég sú staðreynd að þær skilja sjálfar sig heldur ekkert vel. Þær vita ekkert hvað þær meina og enn síður hvað þær vilja. Best er að segja bara "já elskan", "gott elskan","ný stelling elskan" og "muna að sturta niður elskan".

kveðja Erlingur Þór

fimmtudagur, desember 01, 2005

Æfing í sporthúsinu

Mér líður eins og hreinum svikara! Ég nennti ekki að fara að lyfta í gym 80 í kvöld, þannig að Garðabæjartröllið fór meðal almúgans í sporthúsið, í körfu og smá hommalyftingar. Það er ekki séns að verða hrikalegur í sporthúsinu, það er bara svo einfallt, menn þóttust vera hrikalegur og þykkir sem gengu í ,,small" retro hlífðarbolum, ekki töff. Það er góð þumalputtaregla að ef þú ert stærstur og hrikalegastur í salnum og átt ekki yfir 1000 kg samanlagt, þá ertu ekki í réttum anda. Víglundur væri einn af þeim öflugustu í þessari stöð. Mæli ekki með henni nema fólk vilji ekki stækka.

Raggi fór uppá spítala nær dauða en lífi, eftir að Silla hafði smitað hann af svokallaðri kossaveiki. Án gríns! Vissi alltaf að stelpur væru hættulegar og sérstaklega þær sem koma úr firðinum. Gaflarar eru bara ekki gott fólk! Vonandi að Ragga batni og Silla sjái að sér og hætti að reyna að lóga manninum. Raggi ekki líftryggja þig!!!!!

þriðjudagur, nóvember 29, 2005

Nú byrja blessuð prófin

Nú er maður byrjaður á fullu í próflestri. Ekkert gaman! Þarf að setja allt á bið fram að 21. des, þar með talið mitt marg umtalaða og frábæra framboð. Ég er á meðan þessi orð eru rituð á the bookbarn a.k.a. hlaðan, a.k.a. bókhlaðan. Er með honum Vilhjálmi Þór Vilhjálmssyni, þessum sem vann ekki kosningar á árinu. Ég er að safna mér vinum sem heita það sama og þjóðþekktir einstaklingar, er að leita að vinkonu sem heitir Dorrit Moussaeff og vin sem heitir Eiður Smári Guðjónsson. Þannig ef þið þekkið einhvern með þessi nöfn þá endilega láta það bjalla í mig.


(góð leið til að þvo sér um hárið þegar maður er að flýta sér á morgnanna)

sunnudagur, nóvember 27, 2005

Prófkjör

Jamm, kallinn er á leið í prófkjör. Stefnan er sett á 4. sætið og það þýðir fyrir ykkur sem ekki þekkið pólitík vel, bæjarstjórnarsæti. Ég sit sáttur maður ef ég lendi ekki mikið neðar en 6., þá er ég varabæjarfulltrúi og það yrði vel ásættanlegt. Hvet alla gallharða Garðbæinga að styðja mig. Hvað er betra en að hafa Garðabæjartröll í bæjarstjórn?

Dagurinn í gær var nokkuð þétt setinn. Hitti kanslarann (Hauk Þór) og við ræddum prófkjörsmál. Maðurinn er hreint út sagt snillingur, og hans hjálp á eftir að skila mér góðum hlutum, engin spurning.

Fór síðan í myndatökur hjá Agli. Birtan var ekki góð þannig að við tókum ekki margar, tókum samt nóg til að byrja með. Stærri fréttir þó, Egill keypti sér skó! já maðurinn sem aldrei verslar föt hvað þá skó, splæsti í glænýja 13.000 kr. Pumaskó. Til hamingju Egill. Næst á dagskrá, henda buxunum sem þú varst í áðan og fá þér 4-5 nýjar buxur, ég hér með set þig í DVD kaupbann, þar til þú hefur verslað föt fyrir 25.000 kr eða meira.

Eftir þetta ævintýri sem ég mun héðan í frá kalla ,,Egill og skórnir" þá kíkti ég á Afa kallinn og tefldi við hann nokkrar skákir. Amma er á spítala og hann er einn heima þannig að ég held ég hafi létt honum eitthvað lundina með taflinu. Hann er samt djöfull seigur í skákinni, ég þarf að hafa mig allann við til að tapa ekki of mörgum.

,,Það hefur ekkert gott komið af því að fara til vinnstri"

fimmtudagur, nóvember 24, 2005

Kominn heim

Já ég er kominn heim frá frábærri ferð til New York. Ef ég ætti að blogga um allt sem ég sá og gerði í þeirri ferð yrði þetta mjög langur pistill. Ég ætla að láta nægja að stikla á stóru og fara yfir megin atriðin.

Eftir að hafa lennt á JFK á fimmtudeginum fórum við beint upp á hótel og gengum frá draslinu okkar og fórum síðan út að borða. Eftir það fóru þau þrjú (Beggi, Erla og Kata) að sofa á meðan greyið ég þurfti að vaka næstum alla nóttina og læra undir próf sem ég átti að taka í gegnum netið um nóttina.

Daginn eftir, föstudag, vaknaði ég snemma og fór á internetstað til þess að taka prófið. Eftir einn og hálfan tíma af panic þá kláraði ég prófið og varð loksins frjáls til að gera það sem mig langaði. Ég vill þakka þeim hjá Fed Ex Kinko's fyrir að hafa opið allann sólarhringinn og geta gert mér kleift að taka prófið.


Afgangurinn af föstudeginum fór í að versla, versla og versla meira, stelpurnar misstu sig. Mér leið eins og krakka sem væri verið að dröslast út og suður af foreldrum sínum. Fórum síðan um kvöldið og fengum okkur að borða á Planet Hollywood og fórum síðan þrjú saman (ekki Kata) á stand up show á Carolines.



Það var ótrúlega skemmtilegt! Eftir að tvær sæmilega fyndnar kerlingar höfðu hitað salinn upp kom aðalnúmerið Paul Mooney. Maðurinn er snillingur, sjúklega fyndinn og skemmtilegur en þvílíkur Rasisti, vá! Allt showið var um hvað hvítt fólk væri mikið fífl og hvað við höfðum verið vond við svarta hérna í gamla daga. Eins og ég sagði þá var það samt sjúklega fyndið.


(Þetta er maðurinn)

Laugardagurinn fór að lang mestu leyti fram í Bronx Zoo dýragarðinum. Svolítil tímaeyðsla þar sem við höfðum lítinn tíma og hann var lengst í burtu í einhverju skuggahverfi í the Bronx. Sáum að vísu fullt af skemmtilegum dýrum, tígrisdýrum, grizzlybirnum o.s.frv. Flottastir voru þó Górillurnar sem voru endalaust flottar og mega gáfaðar. Það var meira að segja ein sem bað að heilsa Vigga (hehehe, smá grín Viggi minn). Annars myndi ég ekki mæla með þessu nema þið séuð að fara í lengri tíma til New York.



Á sunnudeginum sem var að mínu mati sá besti, fórum við fyrst upp á 86. hæð í empire state building, sem var andskoti hátt uppi, hefði samt viljað fara á útsýnispallinn sem er lokaður, en hann er á 106. hæð. Vel þess virði að fara upp, hræðilega hátt uppi og lyfturnar eru þær fljótustu sem ég held til eru. Fórum upp tíu hæðir í einu bling, bling og við vorum komin upp.


(Þar sem turninn ofan á byrjar fórum við)

Eftir það skelltum við okkur í Madison Square Garden og sáum the New York Knicks spila gegn Portland Trailblazers. Þvílík upplifun, og skemmtun. Í fyrsta lagi lenntum við á stórskemmtilegum leik sem var jafn og skemmtilegur allann tímann, og síðan var showið á milli í leik hléum og hálfleik svo geðveikt að ég hefði viljað fara á tuttugu leiki. Algjör snilld. Svo til að toppa þetta þá voru einhverjir homeboy's sem vildu slást við mig afþví að ég rakst í derið á húfunni á einhverjum þeirra. Ég verandi rólyndis maður sagði bara sorry og gekk í burtu. Hefði þetta verið á íslandi hefði þetta endað öðruvísi.


(í þessarri byggingu var kallinn að horfa á the Knicks)

Eins og ég sagði í byrjun nenni ég ekki að tiltaka allt það sem gerðist og við sáum í þessarri ferð, heldur minnist ég frekar á það seinna, mér leiðist langir postar og vill því eiga eitthvað inni. Í stuttu máli snilldar ferð, sem ég mæli með að allir fari bráðlega.

P.s. ekki leggja það sérstaklega á ykkur að sjá Ground Zero, það er ekkert að sjá, bara vinnumenn og autt svæði.

,,I'm in a New York state of mind" Billy Joel