Já ég er kominn heim frá frábærri ferð til New York. Ef ég ætti að blogga um allt sem ég sá og gerði í þeirri ferð yrði þetta mjög langur pistill. Ég ætla að láta nægja að stikla á stóru og fara yfir megin atriðin.
Eftir að hafa lennt á JFK á fimmtudeginum fórum við beint upp á hótel og gengum frá draslinu okkar og fórum síðan út að borða. Eftir það fóru þau þrjú (Beggi, Erla og Kata) að sofa á meðan greyið ég þurfti að vaka næstum alla nóttina og læra undir próf sem ég átti að taka í gegnum netið um nóttina.
Daginn eftir, föstudag, vaknaði ég snemma og fór á internetstað til þess að taka prófið. Eftir einn og hálfan tíma af panic þá kláraði ég prófið og varð loksins frjáls til að gera það sem mig langaði. Ég vill þakka þeim hjá Fed Ex Kinko's fyrir að hafa opið allann sólarhringinn og geta gert mér kleift að taka prófið.

Afgangurinn af föstudeginum fór í að versla, versla og versla meira, stelpurnar misstu sig. Mér leið eins og krakka sem væri verið að dröslast út og suður af foreldrum sínum. Fórum síðan um kvöldið og fengum okkur að borða á Planet Hollywood og fórum síðan þrjú saman (ekki Kata) á stand up show á Carolines.

Það var ótrúlega skemmtilegt! Eftir að tvær sæmilega fyndnar kerlingar höfðu hitað salinn upp kom aðalnúmerið Paul Mooney. Maðurinn er snillingur, sjúklega fyndinn og skemmtilegur en þvílíkur Rasisti, vá! Allt showið var um hvað hvítt fólk væri mikið fífl og hvað við höfðum verið vond við svarta hérna í gamla daga. Eins og ég sagði þá var það samt sjúklega fyndið.

(Þetta er maðurinn)
Laugardagurinn fór að lang mestu leyti fram í Bronx Zoo dýragarðinum. Svolítil tímaeyðsla þar sem við höfðum lítinn tíma og hann var lengst í burtu í einhverju skuggahverfi í the Bronx. Sáum að vísu fullt af skemmtilegum dýrum, tígrisdýrum, grizzlybirnum o.s.frv. Flottastir voru þó Górillurnar sem voru endalaust flottar og mega gáfaðar. Það var meira að segja ein sem bað að heilsa Vigga (hehehe, smá grín Viggi minn). Annars myndi ég ekki mæla með þessu nema þið séuð að fara í lengri tíma til New York.

Á sunnudeginum sem var að mínu mati sá besti, fórum við fyrst upp á 86. hæð í empire state building, sem var andskoti hátt uppi, hefði samt viljað fara á útsýnispallinn sem er lokaður, en hann er á 106. hæð. Vel þess virði að fara upp, hræðilega hátt uppi og lyfturnar eru þær fljótustu sem ég held til eru. Fórum upp tíu hæðir í einu bling, bling og við vorum komin upp.

(Þar sem turninn ofan á byrjar fórum við)
Eftir það skelltum við okkur í Madison Square Garden og sáum the New York Knicks spila gegn Portland Trailblazers. Þvílík upplifun, og skemmtun. Í fyrsta lagi lenntum við á stórskemmtilegum leik sem var jafn og skemmtilegur allann tímann, og síðan var showið á milli í leik hléum og hálfleik svo geðveikt að ég hefði viljað fara á tuttugu leiki. Algjör snilld. Svo til að toppa þetta þá voru einhverjir homeboy's sem vildu slást við mig afþví að ég rakst í derið á húfunni á einhverjum þeirra. Ég verandi rólyndis maður sagði bara sorry og gekk í burtu. Hefði þetta verið á íslandi hefði þetta endað öðruvísi.

(í þessarri byggingu var kallinn að horfa á the Knicks)
Eins og ég sagði í byrjun nenni ég ekki að tiltaka allt það sem gerðist og við sáum í þessarri ferð, heldur minnist ég frekar á það seinna, mér leiðist langir postar og vill því eiga eitthvað inni. Í stuttu máli snilldar ferð, sem ég mæli með að allir fari bráðlega.
P.s. ekki leggja það sérstaklega á ykkur að sjá Ground Zero, það er ekkert að sjá, bara vinnumenn og autt svæði.
,,I'm in a New York state of mind" Billy Joel